Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 réttur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 lögfræði
 dómstóll
 draga <hana> fyrir rétt
 
 höfða mál gegn henni
 stefna <honum> fyrir rétt
 
 höfða mál gegn honum
 2
 
 réttindi, það að hafa heimild til e-s
 áskilja sér rétt til <þess að breyta textanum>
 
 gera fyrirvara um að maður hafi leyfi til e-s
 eiga rétt á <skýringum>
 
 eiga heimtingu á að fá að vita um málavexti
 fyrirgera rétti sínum
 
 koma með orðum og/eða gerðum í veg fyrir að maður megi e-ð
 hafa rétt til að <sitja þarna>
 
 mega sitja þarna
 leita réttar síns
 
 lögfræði
 fara með mál sitt til lögmanns eða fyrir dómstól
 vera í rétti
 
 hafa forgang samkvæmt umferðarreglum
 <þessi gagnrýni> á rétt á sér
 
 gagnrýnin er réttmæt, sanngjörn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík