Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

réttindi no hk ft
 
framburður
 beyging
 1
 
 eitthvað sem maður á rétt á (samkvæmt lögum, samningi eða hefð), réttur
 dæmi: hann hefur réttindi til að kenna á bíl
 dæmi: hann fór í matreiðslunám og fékk réttindi
 2
 
 réttur sem borgari lands hefur, m.a. til menntunar og læknisþjónustu
 dæmi: hún er borgari þessa lands og þekkir réttindi sín
 dæmi: flokkurinn barðist fyrir félagslegum réttindum og jöfnuði
 öll réttindi áskilin
 
 (stendur fremst í bókum til að upplýsa um höfundarrétt og útgáfurétt)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík