Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 rétta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-ð) rétt, beint
 dæmi: það þarf að rétta myndina á veggnum
 dæmi: bíllinn beyglaðist en hefur verið réttur
 rétta upp hönd(ina)
 
 reka hönd(ina) upp í loftið
 rétta úr <bakinu>
 
 gera bakið beint
 rétta úr sér
 
 gera líkamsstöðu sína beina
 rétta út <handlegginn>
 
 setja hönd eða fót beinan út í loftið
 dæmi: hann rétti út fótinn til að skoða skóinn sinn
 2
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 taka (e-ð) og láta annan hafa
 dæmi: ég rétti honum pennann
 dæmi: geturðu rétt mér saltið?
 rétta fram <bréfið>
 3
 
 rétta + við
 
 rétta við
 
 fara í betra ástand
 dæmi: mörg af sjávarþorpunun eru byrjuð að rétta við
 rétta <fyrirtækið> við
 
 laga stöðu fyrirtækisins
 dæmi: þeim tókst að rétta við efnahag landsins
  
orðasambönd:
 rétta úr kútnum
 
 komast úr aumu ástandi í betra
 dæmi: ferðaþjónustan er að rétta úr kútnum eftir dauft tímabil
 réttast
 útréttur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík