Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

reisa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 byggja (e-ð)
 dæmi: það á að reisa nýjan skóla
 dæmi: húsið var reist um aldamótin
 dæmi: íbúarnir reistu minnisvarða um skáldið
 reisa <borgina> úr rústum
 2
 
 lyfta (e-u)
 dæmi: hann reisti hana á fætur
 dæmi: ég gat ekki reist höfuðið frá koddanum
 reisa <girðinguna> við
 
 gera hana upprétta aftur, koma henni á réttan kjöl
 dæmi: nú þarf að reisa við efnahag þjóðarinnar
 3
 
 <þetta> er ekki á rökum reist
 
 þetta styðst ekki við nein rök, þetta er vafasamt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík