Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

reikningur no kk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: reikn-ingur
 1
 
 það að reikna, stærðfræði
 dæmi: hann æfir sig í reikningi á kvöldin
 2
 
 blað þar sem stendur hvað beri að borga fyrir vörur og viðskipti, staðfesting á viðskiptum
 dæmi: málarinn ætlar að senda reikning
 dæmi: hún borgaði reikninginn á veitingastaðnum
 3
 
 skráð viðskipti hjá fyrirtæki
 vera í reikningi <þar>
 4
 
 bankareikningur
 5
 
 tölvur
 skráðar upplýsingar um einstakan notanda í tölvukerfi, með sérstöku notandanafni, lykilorði o.þ.h., t.d. í banka og vefverslun
  
orðasambönd:
 gera upp reikningana við <hana>
 
 gera upp sakir við hana
 skrifa <þetta> á <hans> reikning
 
 telja hann bera ábyrgðina
 taka <þetta> með í reikninginn
 
 reikna með því, taka tillit til þess
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík