Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

reiða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 flytja (e-n/e-ð) á hjóli eða hesti
 dæmi: hann reiddi barnið fyrir framan sig á hestinum
 dæmi: ég reiði þennan pappakassa á hjólinu mínu
 2
 
 reiða upp <kylfu>
 
 munda kylfu til að slá með
 dæmi: hann reiddi upp hnefann til að berja hana
 reiða <öxina> til höggs
 3
 
 reiða fram <skjalið>
 
 koma með, afhenda skjalið
 dæmi: hún varð að reiða fram væna upphæð
 dæmi: þau reiddu fram kvöldverð handa gestunum
 dæmi: hann beið eftir því að kaffið yrði reitt fram
 4
 
 reiða sig á <hana>
 
 setja traust sitt á hana, treysta á hana
 dæmi: ég get aldrei reitt mig á hann
 dæmi: hann segist reiða sig á gæfuna
 dæmi: þú getur reitt þig á að hún verður erfiður viðskiptavinur
 5
 
 frumlag: þágufall
 <þessu> reiðir <svona> af
 
 þessu lyktar svona, þetta hefur svona málalok, svona fer fyrir þessu
 dæmi: hún rannsakar hvernig landnemunum reiddi af í Ameríku
 dæmi: hvernig hefur henni reitt af síðan hún missti vinnuna?
 dæmi: svo virðist sem hreindýrunum hafi reitt vel af í vetur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík