Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ráða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 hafa ákvörðunarvald, stjórna
 dæmi: forstjórinn ræður öllu í fyrirtækinu
 dæmi: ég ræð vinnutíma mínum
 dæmi: þú mátt ráða hvað verður í matinn
 dæmi: við ráðum ekki veðrinu
 ráða engu um <þetta>
 
 dæmi: gjaldkerinn ræður engu um starfsemi bankans
 ráða ferðinni
 
 dæmi: hann lét hestinn ráða ferðinni
 ráða lögum og lofum
 
 fara með öll völd
 dæmi: herforingjar ráða lögum og lofum í landinu
 ráða ríkjum
 
 vera við völd, vera yfir ríki
 dæmi: konungurinn réð ríkjum í Noregi
 ráða úrslitum
 
 hafa úrslitavald um e-ð
 dæmi: við keyptum hornsófann, liturinn á honum réð úrslitum
 þú rétt ræður því
 
 (.... ella skaltu hafa verra af)
 dæmi: þú rétt ræður hvort þú segir frá þessu!
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 gefa (e-m) ráð, ráðleggingu, heilræði, ráðleggja (e-m e-ð)
 dæmi: ég réð honum að fara til læknis
 ráða <honum> frá <þessu>
 
 dæmi: hann ræður mér frá að fara í langa sjóferð
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 semja við (e-n) um að hann hefji störf
 dæmi: skólinn ætlar að ráða fjóra nýja kennara
 dæmi: hún réð sig sem þernu hjá drottningunni
 ráða <hana> í vinnu
 ráða <fólk> til starfa
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 finna lausn á, leysa (þraut, krossgátu o.s.frv.)
 dæmi: hann gat ekki ráðið gátuna
 dæmi: hún ræður stundum drauma fyrir fólk
 ráða í <skriftina>
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 ráða <þetta> af <orðum hans>
 
 álykta þetta af orðum hans
 6
 
 ráða sér ekki
 
 vera ofsakátur (reiður)
 dæmi: börnin réðu sér ekki fyrir gleði
 7
 
 ráða + af
 
 fallstjórn: þolfall
 ráða <hann> af dögum
 
 (láta) myrða hann
 dæmi: forsetinn var ráðinn af dögum árið 1980
 8
 
 ráða + fram úr
 
 ráða fram úr <erfiðleikunum>
 
 fleyta sér fram úr erfiðleikunum
 9
 
 ráða + fyrir
 
 ráða fyrir <landinu>
 
 hafa yfirráð, ríkja yfir landinu
 dæmi: Spánverjar réðu fyrir miklum flota
 10
 
 ráða + við
 
 ráða við <andstæðinginn>
 
 vera jafnsterkur eða sterkari en andstæðingurinn
 dæmi: hann ræður vel við hinn strákinn og er ekkert hræddur
 ráða við <starfið>
 
 hafa vald á starfinu
 dæmi: nemendurnir ráða ekki við svona erfið dæmi
 11
 
 ráða + yfir
 
 hafa yfir að ráða/ráða yfir <góðum tækjabúnaði>
 
 hafa umráð yfir, aðgang að, rétt á, eignarhald á (e-u)
 dæmi: hún ræður yfir miklum auðæfum sem aðalerfinginn
 dæmi: fyrirtækið ræður yfir frábæru starfsfólki
 ráðast
 ráðinn
 ráðandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík