Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rass no kk
 
framburður
 beyging
 afturendi
  
orðasambönd:
 eiga ekki bót fyrir rassinn á sér
 
 eiga enga peninga
 farðu í rass og rófu
 
 sagt sem skammaryrði, farðu norður og niður
 gefa <honum> spark í rassinn
 
 veita honum áminningu, ýta við honum
 hreyfa sig ekki spönn frá rassi
 
 fara ekki neitt, hreyfa sig ekki
 lenda/vera í rassi með <þetta>
 
 vera orðinn allt of seinn ...
 renna á rassinn með <þetta>
 
 falla frá fyrirætlun sinni
 skjóta <honum> ref fyrir rass
 
 beita brögðum til að sigra hann, skáka honum
 spila rassinn úr buxunum
 
 fara illa að ráði sínu
 það er seint í rassinn gripið að <ætla að breyta þessu núna>
 
 það er orðið of seint ...
 <bótin, stykkið> fellur eins og flís við rass
 
 ... passar nákvæmlega
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík