Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

punktur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 greinarmerki á eftir setningu, depill (.); depill yfir bókstafnum i
 2
 
 afmarkaður staður í tíma eða rúmi
 dæmi: þau stóðu á hæsta punkti tindsins
 3
 
 stærðfræði
 afmarkaður staður í rúmi, t.d. á línu eða í hnitakerfi
 [mynd]
 4
 
 atriði, minnisatriði
 dæmi: ég skrifaði hjá mér punkta úr fyrirlestrinum
 5
 
 mælieining leturstærðar
 dæmi: níu punkta letur
 6
 
 eining sem er notuð til að mæla e-ð (og mörgum slíkum safnað)
 dæmi: fimm punkta námskeið
 7
 
 einkum í fleirtölu
 inneign sem safnast hjá fyrirtæki, t.d. flugfélagi, verslun eða kaffihúsi
 dæmi: hún safnar punktum hjá versluninni
  
orðasambönd:
 þetta er punkturinn yfir i-ið
 
 þetta atriði fullkomnar verkið
 <passa mataræðið> upp á punkt og prik
 
 gæta mjög nákvæmlega að mataræðinu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík