Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

anda so info
 
framburður
 beyging
 draga að sér og frá sér lofti í lungun
 anda að sér
 
 dæmi: ég andaði að mér köldu vetrarloftinu
 anda frá sér
 anda djúpt
 
 dæmi: læknirinn bað hann að anda djúpt
 það má ekki anda á <hana>
 
 hún þolir illa gagnrýni
 það andar köldu <á milli þeirra>
 
 það ríkir óvinátta á milli þeirra
 dæmi: því miður andar enn köldu í samskiptum þeirra
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík