Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

orð no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 máleining, (oftast) sér um merkingu, framburð og rithátt
 2
 
 loforð
 efna/halda orð sín
 standa við orð sín
 ganga á bak orða sinna
 3
 
 orðspor, orðstír
 fá orð á sig fyrir <hreysti>
 fá illt orð á sig
 geta sér orð
 hafa <slæmt> orð á sér
 það fer orð af <honum> fyrir <röggsemi>
 það fer <gott> orð af <honum>
  
orðasambönd:
 biðja um orðið
 
 óska eftir að taka til máls
 biðja <hana> þess lengstra orða að <minnast ekki á þetta>
 
 biðja hana innilega um að ræða þetta ekki
 eiga ekki/engin orð yfir <þetta>
 
 vera hneykslaður eða hissa á því
 eiga síðasta orðið
 
 eiga lokaorðin í skoðanaskiptum
 eyða ekki orðum að <þessari vitleysu>
 
 telja það ekki þess virði að ...
 fara hörðum orðum um <hana>
 
 setja fram alvarlega gagnrýni á hana
 fara <fáeinum> orðum um <verk höfundarins>
 
 segja nokkur orð um ...
 fá orð í eyra
 
 vera skammaður
 fleyg orð
 
 orð sem oft er vitnað í
 gera <honum> orð
 
 senda honum skilaboð
 geta ekki orða bundist
 
 verða að tjá hug sinn
 gæta orða sinna
 
 passa það sem maður segir
 hafa orð fyrir <félögum sínum>
 
 tala fyrir hönd félaganna
 hafa <þetta> á orði
 
 minnast á þetta
 koma ekki orðum að <þessu>
 
 geta ekki tjáð sig um þetta
 koma ekki upp orði
 
 geta ekki sagt neitt
 koma <vel> fyrir sig orði
 
 eiga auðvelt með að tjá sig
 komast <þannig> að orði
 
 orða hlutina þannig
 kveða fast að orði
 
 tjá sig á beinskeyttan hátt
 láta ekki sitja við orðin tóm
 
 láta sér ekki nægja að tala heldur framkvæma
 láta <þung> orð falla
 
 koma með alvarlegar ásakanir
 leggja orð í belg
 
 koma með innlegg í umræðuna
 leggja <honum> orð í munn
 
 gera honum upp ummæli
 orðið er laust
 
 menn geta tekið til máls
 segja ekki aukatekið orð
 
 þegja
 skipta orðum við <hana>
 
 tala nokkur orð við hana
 standa við orð sín
 
 standa við það sem maður hefur sagt
 taka aftur orð sín
 
 draga ummæli sín til baka
 taka <hana> á orðinu
 
 láta hana standa við orð sín
 taka <svona> til orða
 
 tjá sig þannig
 það dregst ekki upp úr <honum> orð
 
 hann fæst ekki til að segja neitt
 það er ekki orð á <þessu> gerandi
 
 það tekur því ekki að minnast á þetta
 það er hverju orði sannara
 
 þetta er alveg satt
 það er orð að sönnu
 
 það er alveg rétt
 þetta er orðum aukið
 
 þetta eru ýkjur
 þetta eru orð í tíma töluð
 
 það var tímabært að segja þetta
 <segja þetta> berum orðum
 
 ... hreint út, umbúðalaust
 <fara með kvæðið> frá orði til orðs
 
 ... alveg orðrétt
 <samningurinn er í gildi> í orði kveðnu
 
 ... gildir að nafninu til
 <þetta er paradís> í orðsins fyllstu merkingu
 
 þetta er sannkölluð paradís
 <svara gagnrýninni> orði til orðs
 
 ... í smáatriðum
 <þau> skiptast á orðum
 
 þau eiga orðastað, ræða stuttlega saman
 <honum> verður orðs vant
 
 hann er orðlaus, veit ekki hvað hann á að segja
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík