Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

opinber lo info
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: opin-ber
 1
 
 sem heyrir til ríki eða bæ
 dæmi: veðurstofan er opinber stofnun
 dæmi: forsetinn fór í opinbera heimsókn til Finnlands
 hið opinbera
 
 ríkið, stjórnvöld
 dæmi: verkefnið fékk styrk frá hinu opinbera
 opinber gjöld
 
 skattar
 2
 
 sem almenningur hefur aðgang að, opinn
 dæmi: hann flytur opinberan fyrirlestur á morgun
 dæmi: opinberir skrúðgarðar borgarinnar
 opinbert rými
 
 svæði sem er opið almenningi, einkum utanhúss
 dæmi: myndlist í opinberu rými
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík