Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Norðurlönd no hk ft
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: Norður-lönd
 samheiti yfir fimm ríki í Norður-Evrópu: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð ásamt sjálfstjórnarsvæðunum Álandi, Færeyjum og Grænlandi
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Norðurlönd</i> eru ein heild og Ísland er venjulega talið hluti hennar. Fleirtöluorðið Norðurlönd, í þessari merkingu, er ekki fleirtala orðsins Norðurland enda er eintöluorðið Norðurland sérnafn um norðurhluta lands (þ.e.: Norður-Ísland).<br>Miðað við þetta stenst ekki að segja að Noregur sé eitt „Norðurland“, Danmörk sé annað „Norðurland“ o.s.frv. en Noregur, Danmörk, Ísland, Finnland og Svíþjóð eru hins vegar ríki á Norðurlöndum og norræn lönd, norræn ríki. (Til samanburðar má benda á að Japan er ekki „Austurland“ heldur ríki í Austurlöndum, austrænt land, austrænt ríki.)<br>Ekki stenst heldur að nota orðið Norðurlönd um einhvern hluta heildarinnar til aðgreiningar frá öðrum hluta hennar. Ísland er hluti Norðurlanda og því standast eftirfarandi setningar í raun ekki: „Fjölskyldur eru stærri á Íslandi en á Norðurlöndum“. „Óskir um þetta hafa einkum borist hingað til Íslands frá Norðurlöndum.“ (Hugsunin í fyrrgreindum setningum er ámóta og ef sagt væri: „Fjölskyldur í Reykjavík eru stærri en á Íslandi.“ „Óskir um þetta hafa einkum borist hingað til Reykjavíkur frá Íslandi.“)<br>Í stað þess að segja að „þrjú Norðurlönd“ séu í Evrópusambandinu má t.a.m. tala um þrjár norrænar þjóðir eða þrjú norræn ríki í Evrópusambandinu. Í stað þess að segja að kona frá „einu Norðurlandanna“ sé framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum má t.d. tala um að kona frá Norðurlöndunum eða kona frá einhverju norrænu landanna sé framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum.<br>Í stað þess að segja að eitthvað sé „öðruvísi á Íslandi en á Norðurlöndunum“ eða „öðruvísi á Íslandi en í hinum Norðurlöndunum“ má t.d. tala um að það sé öðruvísi á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum eða öðruvísi á Íslandi en í öðrum norrænum löndum.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík