Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

neyta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: eignarfall
 1
 
 taka til sín næringu, borða (e-ð) eða drekka (e-ð)
 dæmi: hann reynir að neyta fjölbreyttrar fæðu
 dæmi: hún hefur einskis neytt í allan dag
 dæmi: hann neytir áfengis í hófi
 2
 
 nota (e-ð), hagnýta sér (e-ð)
 dæmi: þau neyttu síðustu krafta við að bera fataskápinn
 dæmi: ég ákvað að neyta réttar míns og fá tjónið bætt
 dæmi: hún neytir allra bragða til að afla sér vinsælda
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík