Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nema so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 læra (e-ð)
 dæmi: hún nam lögfræði í Osló
 dæmi: hann nemur söng við frægan skóla
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 taka (e-ð) burt, fjarlægja (e-ð)
 dæmi: ræningjarnir námu fjársjóðinn á brott
 dæmi: hann var numinn á brott um miðja nótt
 nema <lögin> úr gildi
 
 fella þau úr gildi
 dæmi: reglan hefur verið numin úr gildi
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 nema land
 
 leggja undir sig nýtt landsvæði
 dæmi: Kólumbus nam land í Ameríku
 4
 
 nema staðar
 
 stansa, stoppa
 dæmi: við námum staðar fyrir utan bakaríið
 láta staðar numið
 
 stansa, stoppa
 dæmi: fyrirlesarinn lét loksins staðar numið
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 skynja (e-ð)
 dæmi: mannsaugun nema ekki innrautt ljós
 6
 
 fallstjórn: þágufall
 samsvara, ná (e-u)
 dæmi: húsnæðislánið getur numið allt að 90% af verði íbúðarinnar
 sem <þessu> nemur
 
 sem munar þessu
 dæmi: verðið hækkar sem nemur verðbólgunni
 svo nokkru nemi
 
 sem máli skiptir, sem greinanlegt er
 dæmi: vegurinn hefur ekki batnað svo nokkru nemi
 7
 
 nema + við
 
 <blaðið> nemur við <borðbrúnina>
 
 blaðið liggur við borðbrúnina (upp við hana og samsíða henni)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík