Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

neinn fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 með neitun
 1
 
 form: karlkyn
 sérstætt
 (með neitun eða öðrum neikvæðum orðum; almennt um fólk) enginn
 dæmi: þarna var ekki neinn
 dæmi: hún mætti ekki neinum á leiðinni
 2
 
 hliðstætt
 dæmi: hann fékk aldrei neina greiðslu
 dæmi: hún fann ekki neinn blýant
 dæmi: hann fær ekki neitt frí
 dæmi: það voru ekki neinar bækur í hillunum
 dæmi: þarna voru hvergi neinir ljósastaurar
  
orðasambönd:
 ekki neins konar
 
 ekki af neinu tagi, ekki á nokkurn hátt
 dæmi: ferðamennirnir fengu ekki neins konar leiðsögn
 ekki neins staðar
 
 hvergi
 dæmi: ekkert dagblað var sjáanlegt neins staðar
 <þetta> er ekki til neins
 
 þetta hefur enga þýðingu, engan tilgang
 dæmi: það er ekki til neins að tala um það
 neitt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík