Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nef no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sá hluti andlits sem skagar lengst fram á andliti, goggur (á fugli)
 fitja upp á nefið
 sjúga upp í nefið
 taka í nefið
 bora í nefið
 2
 
 e-ð sem líkist dýrs- eða mannsnefi að lögun t.d. á flugvél
 dæmi: togið rólega í stýrishjól og lyftið nefinu upp fyrir sjóndeildarhring
  
orðasambönd:
 gefa <honum> langt nef
 
 sýna honum óvirðingu með því að hunsa hann
 hafa bein í nefi/nefinu
 
 vera ákveðinn, vita hvað maður vill
 hafa munninn fyrir neðan nefið
 
 kunna að svara fyrir sig
 hafa nef fyrir <viðskiptum>
 
 hafa mikið vit á viðskiptum
 ná ekki upp í nefið á sér
 
 vera mjög reiður
 reka inn nefið
 
 líta inn, koma í stutta heimsókn
 stökkva upp á nef sér
 
 snöggreiðast
 vera með nefið niðri í öllu
 
 skipta sér af öllu
 <þau> stinga saman nefjum
 
 .. tala laumulega um eitthvað
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík