Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

náð no kvk
 
framburður
 beyging
 (guðs) miskunn, vægð
 dæmi: auðmjúkum veitir hann náð
  
orðasambönd:
 finna náð í augum <hans> / hljóta náð fyrir augum <hans>
 
 njóta velvildar hans
 syndga upp á náðina
 
 fara ekki eftir reglum, gera e-ð af sér í trausti þess að það verði fyrirgefið
 vera í náðinni hjá <drottningunni>
 
 njóta sérstakrar velþóknunar drottningarinnar
 vera <söngvari> af guðs náð
 
 hafa meðfædda sönghæfileika
 <fá að gera þetta> fyrir náð og miskunn
 
 fá að gera það með sérstöku leyfi, náðarsamlegast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík