Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 geta tekið (e-ð), heppnast að fá tak (á e-u)
 dæmi: ég næ ekki því sem er í efstu hillunni
 dæmi: hún náði ekki blettinum úr skyrtunni
 dæmi: við náum strætó ef við hlaupum
 dæmi: hann reyndi að drepa fluguna en náði henni ekki
 2
 
 hafa tíma til (e-s), takast að gera (e-ð)
 dæmi: hann náði ekki að klára verkefnið fyrir skólann
 3
 
 takast, öðlast, fá (e-ð)
 ná árangri
 ná bata / heilsu
 ná markmiðinu
 ná tali af <honum>
 ná tökum á <vélinni>
 4
 
 spanna (vegalengd, tíma, upphæð)
 dæmi: vegurinn nær að fjallinu
 dæmi: eldhússkápurinn nær alveg upp í loft
 dæmi: hún nær bróður sínum í öxl
 dæmi: þessi smápeningar ná ekki 100 krónum
 5
 
 komast (eitthvert)
 dæmi: þau náðu heim fyrir myrkur
 ná langt
 
 komast langt á sínu sviði
 dæmi: þessi ungi fiðluleikari á eftir að ná langt
 6
 
 standast (próf)
 dæmi: allir nemendurnir náðu prófinu
 7
 
 skilja, heyra og festa (e-ð) í minni
 dæmi: ég náði ekki alveg nafninu á honum
 dæmi: náðuð þið því sem fyrirlesarinn sagði?
 8
 
 ná sér
 
 fá bata, batna
 dæmi: ég verð heima meðan ég er að ná mér
 dæmi: hún náði sér af kvefinu um síðir
 9
 
 ná + fram
 
 ná fram hefndum
 
 geta hefnt sín
 ná fram <kröfum sínum>
 
 takast að fá kröfur sínar uppfylltar
 10
 
 ná + í
 
 a
 
 ná í <blýant>
 
 sækja <blýant>
 dæmi: þeir náðu sér í kaffi í eldhúsið
 dæmi: viltu ná fyrir mig í vatnsglas?
 b
 
 ná sér í <aðgöngumiða>
 
 útvega sér miða
 dæmi: hvar gastu náð þér í svona flottan jakka?
 dæmi: hann er búinn að ná sér í nýja kærustu
 c
 
 ná í <hana>
 
 fá samband við hana, geta talað við hana (einkum í síma)
 dæmi: kennarinn var á fundi, ég náði ekki í hann
 11
 
 ná + í gegn
 
 <frumvarpið> nær í gegn
 
 frumvarpið er samþykkt
 12
 
 ná + niðri
 
 ná sér niðri á <henni>
 
 ná fram hefndum á henni, hefna sín á henni
 13
 
 ná + saman
 
 <þeir> ná <vel> saman
 
 þeir mynda gott samband, góðan skilning sín á milli
 dæmi: hún og nýi starfsmaðurinn náðu strax ágætlega saman
 14
 
 ná + til
 
 a
 
 ná til <hans>
 
 komast í tæri við hann, komast nálægt honum
 dæmi: ég ætla að skamma hana ef ég næ til hennar
 b
 
 ná til <almennings>
 
 komast í gott samband við almenning
 dæmi: kennarinn nær vel til nemendanna
 15
 
 ná + undir
 
 ná undir sig <héraðinu>
 
 fá völd í héraðinu
 dæmi: Napóleon náði undir sig Ítalíu
 16
 
 ná + upp
 
 a
 
 ná sér upp aftur
 
 verða aftur heill (eftir t.d. veikindi, áfall)
 b
 
 <vindurinn> nær sér upp
 
 vindurinn magnast
 17
 
 ná + utan um
 
 ná utan um <vandamálið>
 
 ná tökum á öllum þáttum vandamálsins
 18
 
 ná + yfir
 
 <kortið> nær yfir <bæði löndin>
 
 kortið spannar bæði löndin
 dæmi: bókmenntasagan nær yfir hundrað ára tímabil
 nást
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík