Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 mælast so
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 frumlag: þágufall
 flytja ávarp, tala, vel eða illa
 dæmi: skólastjóranum mæltist vel við skólasetninguna
 2
 
 <þetta> mælist <illa> fyrir
 
 þetta er óvinsælt, fær litlar undirtektir
 dæmi: tillaga kennarans mæltist illa fyrir hjá nemendum
 3
 
 mælast til <þessa>
 
 biðja um <þetta>
 dæmi: það er mælst til þess að gestir fari úr skónum
 dæmi: þeir mælast til þess að ekki séu teknar myndir í kirkjunni
 4
 
 mælast undan <þessu>
 
 biðja um að gera ekki <þetta>
 dæmi: hann mæltist undan því að veita orðunni viðtöku
 dæmi: hún hefur mælst undan veislustjórninni
 mæla
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík