Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 mæla so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 gera mælingu, taka mál af (e-u), t.d. með tommustokk
 dæmi: hún mældi lengdina á borðinu
 dæmi: þeir mældu flatarmál hússins
 dæmi: hæð barnanna er mæld á hverju ári
 mæla upp <húsið>
 
 gera mælingu á húsinu (einkum um hús og lóðir í skráningarskyni)
 dæmi: fornleifafræðingar hafa mælt upp rústirnar
 2
 
 athuga líkamshita (e-s/sinn) með hitamæli
 dæmi: hjúkrunarfræðingurinn mælir sjúklingana
 3
 
 mæla <hana> út
 
 meta hana í huganum, með augunum
 dæmi: hún mældi okkur út, full tortryggni
 mælast
 mældur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík