Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

aldur no kk
 
framburður
 beyging
 það hvað eitthvað/einhver er gamall
 vera á miðjum aldri
  
orðasambönd:
 ala aldur sinn <þar>
 
 búa þar alla sína ævi
 aldurinn færist yfir <hana>
 
 hún verður gömul
 stytta sér aldur
 
 fremja sjálfsmorð
 vera við aldur
 
 vera orðinn gamall
 <missa heilsuna> á besta aldri
 
 verða sjúklingur meðan maður er enn ungur
 <gifta sig> á gamals aldri
 
 gifta sig þegar maður er orðinn gamall
 <fara að fást við söngnám> á miðjum aldri
 
 hefja nám í söng milli fertugs og fimmtugs
 <kynnast lífsbaráttunni> á unga aldri
 
 eiga erfitt líf í barnæsku
 <falla frá> fyrir aldur fram
 
 deyja of ungur
 <verða skapstyggur> með aldrinum
 
 verða geðstirður eftir því sem maður eldist
 <svæðið er friðað> um aldur og ævi
 
 friðun svæðisins gildir um alla framtíð
 <félagið hefur starfað> um langan aldur
 
 félagið hefur verið starfrækt mjög lengi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík