Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 munur no kk
 
framburður
 beyging
 það sem er ólíkt, mismunur, greinarmunur
 gera mun á <þessu tvennu>
  
orðasambönd:
 vera mun <stærri; betri>
 
 vera þónokkuð stærri/betri
 það er munur á <þessu tvennu>
 
 þetta tvennt er ólíkt
 þetta er munur
 
 þetta er betra
 <veðrið hefur versnað> að mun
 
 veðrið hefur versnað heilmikið
 <honum> er í mun að <fundurinn takist sem best>
 
 honum þykir mikilvægt að fundurinn takist sem best
 <vilja þetta> ekki fyrir nokkurn mun / nokkra muni
 
 vilja þetta alls ekki
 <vilja þetta> fyrir alla muni
 
 vilja þetta alveg endilega
 <vilja þetta> fyrir hvern mun
 
 vilja þetta alveg endilega
 <kjörin hafa batnað> til muna
 
 kjörin hafa batnað verulega mikið
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík