Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

munu so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 táknar ályktun um framtíð
 dæmi: verkið mun taka tvo mánuði
 dæmi: þið munuð sjá kirkjuna fljótlega
 dæmi: ævisagan mun koma mörgum á óvart
 dæmi: hún heldur að hún muni klára þetta
 dæmi: hann hélt að hann mundi sigra
 2
 
 mundi / myndi
 (í viðtengingarhætti þátíðar) táknar hugsanleika
 dæmi: ég mundi ekki þiggja gjöfina ef ég væri þú
 dæmi: þau mundu sætta sig við litla íbúð
 dæmi: þetta myndi vera hæfileg stærð af diskum
 dæmi: við myndum aldrei fá betra tækifæri
 3
 
 sem hjálparsögn í nafnhætti þátíðar
 dæmi: hann sagðist mundu hringja daginn eftir
 4
 
 gefur formlegan blæ, táknar ályktun út frá upplýsingum
 dæmi: gripirnir munu vera frá 10. öld
 dæmi: vegurinn mun vera lokaður
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Munu</i>: Nt. mun, þt. mundi eða myndi, nh. þt. mundu. <i>Hann segist munu koma. Hann sagðist mundu koma.</i> Ekki er rétt að segja: „þið munið sitja eftir á morgun“, frekar: þið munuð sitja eftir á morgun. Þetta er augljóst ef eintalan er notuð, rétt er að segja: þú munt sitja eftir á morgun, ekki: „þú munir sitja eftir á morgun“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík