Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

munnur no kk
 
framburður
 beyging
 op á andlitinu umlukið vörum
 [mynd]
  
orðasambönd:
 brúka munn
 
 rífa kjaft
 fá vatn í munninn
 
 langa í eitthvað gómsætt
 hafa munninn fyrir neðan nefið
 
 eiga auðvelt með að svara fyrir sig
 láta sér <slíka vitleysu> um munn fara
 
 segja slíka vitleysu
 leggja sér <rætur> til munns
 
 borða þær
 leggja <honum> orð í munn
 
 gera e-m upp orð
 mæla ekki orð frá/af munni
 
 segja ekki orð
 mæla fyrir munn <félaga sinna>
 
 tala fyrir hönd þeirra
 mæla <ljóðið> af munni fram
 
 flytja ljóðið utan bókar
 taka sér <slík orð> í munn
 
 nota þannig orð
 <þeir> ljúka upp einum munni um að <veitingahúsið sé frábært>
 
 þeir eru alveg sammála um það
 <honum> ratast satt á munn
 
 hann hittir á að hafa rétt fyrir sér
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík