Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

missa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 sleppa takinu (á e-u) (án vilja)
 dæmi: ég missti bollann og braut hann
 missa meðvitund
 missa móðinn
 
 missa kjarkinn, láta hugfallast
 missa vitið
 missa <orðin> út úr sér
 mega ekki missa <bílinn>
 
 geta ekki verið án hans, geta ekki lánað hann
 dæmi: ég má ekki missa lykilinn minn
 <þetta> má missa sig/sín
 
 þessu má sleppa, þetta má hverfa
 dæmi: þessi ráðherra má vel missa sig
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 glata (e-m/e-u) vegna dauðsfalls eða tjóns
 dæmi: hann missti móður sína í fyrra
 dæmi: hún missti húsið sitt í bruna
 3
 
 fallstjórn: eignarfall
 missa fótanna
 
 hrasa
 missa marks
 
 hæfa ekki markið
 missa sjónar á <takmarkinu>
 
 hætta að sjá takmarkið
 4
 
 missa + af
 
 verða of seinn (fyrir e-ð)
 dæmi: ég missti af strætisvagninum
 dæmi: hann var erlendis og missti af afmælisveislunni
 5
 
 missa + úr
 
 vanta (e-ð), fara á mis við (e-ð)
 dæmi: hún missti úr fjóra daga í skólanum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík