Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

minn fn
 
framburður
 beyging
 eignarfornafn, almennt á eftir nafnorðinu en getur stundum staðið á undan því (og þá einnig lýsingarorðum og/eða töluorði)
 1
 
 (eignarfornafn) sem ég á, sem tilheyrir mér
 dæmi: ég var að selja gamla bílinn minn
 dæmi: íbúðin mín er á fjórðu hæð
 dæmi: ég skal lána þér mína bók
 dæmi: ég hlýt að ráða á mínu eigin heimili
 2
 
 (eignarfornafn) sem ég hef, sem tengist mér
 dæmi: mér bregður við að sjá andlit mitt í speglinum
 dæmi: ég ætla ekki að eyða lífi mínu í að láta mér leiðast
 dæmi: maðurinn neitaði að svara spurningum mínum
 dæmi: það vakti athygli mína að Jónas mætti ekki á fundinn
 dæmi: að mínu mati er leikritið alls ekki nógu gott
 3
 
 sérstætt
 (eignarfornafn) sem ég á eða hef, sem tengist mér
 dæmi: hann keypti sér nýjan frakka, ekki ósvipaðan mínum gamla
 dæmi: ritgerðin hans var styttri en mín
 dæmi: ég ætla að gera orð skáldsins að mínum
 dæmi: ég vil leggja mitt af mörkum
 4
 
 (eignarfornafn; um fólk) sem tengist mér
 dæmi: bróðir minn og systur mínar tvær eru öll rauðhærð
 dæmi: einn kunningi minn fór til Afríku í vetur
 dæmi: ég er ekki mjög hrifinn af stærðfræðikennaranum mínum
 dæmi: Þóra er mín elsta og besta vinkona
 5
 
 í ávarpi
 eignarfornafn; einkum við börn eða einhverja nákomna
 dæmi: ertu loksins komin, ástin mín?
 dæmi: strákar mínir, nennið þið ekki að moka tröppurnar
 dæmi: ósköp er að sjá þig, greyið mitt!
 6
 
 í ávarpi
 eignarfornafn; við fullorðið fólk, einkum ókunnuga
 dæmi: viltu fylla tankinn, góði minn
 7
 
 sérstætt, óformlegt
 (um fólk, yfirleitt einhvern nákunnugan og viðstaddan) sá eða sú sem vísað er til
 dæmi: minn er bara kominn í sparifötin!
 dæmi: sko mína, bara búin með allan matinn sinn!
 8
 
 sérstætt, barnamál
 hlutverk eða persóna þess sem talar (einkum í leik)
 dæmi: nú kemur minn á fleygiferð
 dæmi: minn vann!
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík