Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

miða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 beina byssu (á e-ð)
 dæmi: hann miðaði byssunni á hana
 2
 
 taka mið af (e-u), hafa hliðsjón af (e-u)
 dæmi: við miðum við 30 þátttakendur á námskeiðinu
 dæmi: þau miðuðu nestið við fjögurra daga ferð
 miða að <þessu>
 
 stefna að þessu
 dæmi: ég miða að því að vera erlendis um páskana
 miðað við <þetta>
 
 með hliðsjón af þessu, með tilliti til þessa
 dæmi: salan hefur aukist miðað við síðustu könnun
 dæmi: veitingastaðurinn er ekki dýr miðað við gæði
 3
 
 frumlag: þágufall
 hafa (vissa) framvindu
 dæmi: honum miðar vel með ritgerðina
 dæmi: byggingu hússins miðar sæmilega áfram
 miðast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík