Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

meta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 ákvarða (verð)gildi (e-s), gera mat eða áætlun
 dæmi: hann mat vatnslitamyndina á tíu þúsund krónur
 dæmi: þau reyndu að meta innbúið til fjár
 dæmi: geturðu metið hvað verkið muni taka langan tíma?
 meta <þetta> við <hana>
 
 bera virðingu fyrir þessu hjá henni
 dæmi: ég met það við hana hvað hún er stundvís
 kunna að meta <góða tónlist>
 
 vera gefinn fyrir góða tónlist, hafa dálæti á henni
 metast
 metinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík