Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

merki no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 lítil táknmynd, mark, tákn
 dæmi: hann setti merki í bókina með blýanti
 dæmi: krossinn er merki kristindómsins
 2
 
 táknmynd fyrirtækis eða stofnunar, lógó
 3
 
 umferðarmerki
 dæmi: hvað þýðir þetta bláa, kringlótta merki?
 4
 
 stjörnumerki
 dæmi: í hvaða merki ert þú?
 5
 
 bending
 gefa <henni> merki
  
orðasambönd:
 halda uppi merki <brautryðjendanna>
 
 halda þá í heiðri, minna á þá
 dæmi: blaðið var stofnað til að halda uppi merki flokksins
 hlaupast/svíkjast undan merkjum
 
 flýja undan stefnu eða sannfæringu sinni
 sýna merki um <endurbót>
 
 sýna einkenni endurbótar
 þess sjást merki að <steinninn hafi verið færður>
 
 það sést að ..., það er sýnilegt að ...
 <klæðaburður hans> ber merki um <fágaðan smekk>
 
 klæðaburður hans sýnir, ber vott um ...
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík