Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

mega so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 hafa heimild, leyfi til (e-s)
 dæmi: má ég taka mynd hér?
 dæmi: hann mátti ekki tína blómin
 dæmi: við megum segja okkar skoðun
 dæmi: börnin máttu ekki trufla sjúklinginn
 það má (ekki) <gera þetta>
 
 dæmi: það má ekki fara með hunda inn í bankann
 2
 
 táknar möguleika
 dæmi: það má líkja ljóðinu við trjágarð
 (það) má vera
 
 kannski er það svo; ef til vill
 dæmi: honum er illa við hana - má vera
 það má heita svo
 
 það er hægt að kalla það það, það er næstum því þannig
 dæmi: það má heita svo að verkinu sé lokið
 það mætti halda að <hann sé hræddur>
 
 maður gæti haldið að ...
 dæmi: það mætti halda að hún sé orðin ráðherra
 það mætti segja mér að <hún komi í kvöld>
 
 ég held, ég hef grun um að ...
 dæmi: það mætti segja mér að rafmagnsbílum fari fjölgandi
 3
 
 fallstjórn: eignarfall
 mega sín mikils
 
 hafa mikil áhrif, vera áhrifamikill
 dæmi: hún má sín mikils í flokknum
 mega sín lítils
 
 hafa lítil áhrif, vera áhrifalítill, lítilfjörlegur
 dæmi: hönnuðurinn mátti sín lítils í hinni hörðu samkeppni
 4
 
 mega + til
 
 mega til að <segja þetta>
 
 verða að <segja þetta>
 dæmi: við megum til að hringja á lögregluna
 5
 
 mega + við
 
 mega (ekki) við <þessu>
 
 þola þetta (ekki), geta (ekki) borið þetta
 dæmi: búðin má ekki við því að tapa viðskiptavinum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík