Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

meðferð no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: með-ferð
 1
 
 það hvernig farið er með e-ð, meðhöndlun
 dæmi: leikföngin hafa fengið slæma meðferð
 2
 
 meðhöndlun á efni eða hráefni
 dæmi: á námskeiðinu er kennd meðferð á ull
 3
 
 það að vera með e-ð á sér, það að handleika e-ð
 dæmi: gæta þarf varúðar í meðferð flugelda
 4
 
 afgreiðsla máls (t.d. í nefnd, á alþingi)
 dæmi: frumvarpið er til meðferðar í þinginu
 taka <málið> til meðferðar
 5
 
 endurtekin aðgerð í lækningaskyni
 dæmi: meðferðin er einkum fólgin í lyfjagjöf
 dæmi: hún fékk meðferð við sjúkdómnum
 fara í meðferð
 
 fara í áfengis- eða fíkniefnameðferð
 vera í meðferð
 
 vera til meðhöndlunar sér til heilsubótar
 dæmi: hún er í meðferð hjá sjúkraþjálfara
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík