Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 mál no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 tungumál, talað eða ritað
 bundið mál
 
 mál í ljóðformi
 óbundið mál
 
 laust mál, prósi
 laust mál
 
 óbundið mál, prósi
 ritað mál
 
 skrifaður texti
 talað mál
 
 talaður texti
 fá málið
 
 byrja að tala
 missa málið
 
 hætta að geta talað
 halla réttu máli
 
 fara ekki með rétt mál, segja ekki sannleikann
 dæmi: það er slæmt að ráðherra kýs að halla réttu máli
 hefja máls á <þessu>
 
 byrja að tala um þetta
 hitta <hana> að máli
 
 tala við hana
 koma að máli við <hana>
 
 bera upp erindi við hana
 taka til máls
 
 byrja að tala
 ljúka máli sínu
 
 hætta að tala
 vera fljótur/seinn til máls
 
 byrja fljótt/seint að tala
 vera vel / illa máli farinn
 
 eiga auðvelt með að tjá sig munnlega
 <segja frá ferðinni> í löngu máli
 
 nota mörg orð til að lýsa ferðinni
 2
 
 málefni sem fer fyrir dóm, dómsmál
 flytja málið
 
 gera grein fyrir kröfum og rökstyðja þær við aðalmeðferð máls
 höfða mál (gegn/á hendur <honum>)
 
 fara í málsókn gegn honum
 3
 
 málefni
 ekkert mál
 
 lítið atriði
 fara með rétt mál
 
 segja e-ð sem er rétt og satt
 fara með rangt mál
 
 segja e-ð sem ekki er rétt og satt
 fylgja <honum> að málum
 
 styðja hann og hans málstað
 ganga í málið
 
 sinna erindinu, afgreiða erindið
 gera út um málið
 
 afgreiða málið
 gera <ekkert> í málinu
 
 gera ekkert, aðhafast ekkert
 hafa málið með höndum
 
 hafa umsjón með því
 hafa <ýmislegt> til málanna að leggja
 
 hafa ýmislegt að segja
 hafa <margt> til síns máls
 
 hafa að mörgu leyti rétt fyrir sér
 hugsa málið
 
 velta málinu fyrir sér
 hugur fylgir máli
 
 maður meinar það sem maður segir
 hvað er málið?
 
 hvað er vandamálið?
 kjarni málsins
 
 það mikilvægasta
 miðla málum
 
 sætta deiluaðila
 nú vandast málið
 
 nú verður þetta erfiðara
 ræða málin
 
 tala saman um málin
 standa fyrir máli sínu
 
 verja sjónarmið sitt
 svo er mál með vexti að <peningarnir eru horfnir>
 
 þannig er að peningarnir eru horfnir
 taka málið/málin í sínar hendur
 
 taka að sér málið
 taka málið upp
 
 taka það á dagskrá, byrja að fjalla um það
 taka til óspilltra málanna
 
 ganga rösklega til verks
 tala máli <hans>
 
 tala fyrir hönd hans, samsinna honum
 vekja máls á <þessu>
 
 hefja umræðu um þetta
 vera laus allra mála
 
 vera laus undan málinu
 vera ómyrkur í máli
 
 tala skýrt, reyna ekki að fela staðreyndir
 það er annað mál
 
 það er um allt annað að ræða
 það er bót í máli að <enginn hefur meiðst>
 
 það er lán í óláni, það er gott að enginn hefur meiðst
 það er gefið mál að <einhver verður óánægður>
 
 það er fyrirsjáanlegt, öruggt að einhver verður óánægður
 það er mál manna að <þetta sé góð lausn>
 
 menn eru sammála um að þetta sé góð lausn
 það er mál til komið að <mótmæla þessu>
 
 það er tími til kominn að mótmæla þessu
 það er sjálfsagt mál að <gefa þeim að borða>
 
 það er auðsótt að gefa þeim að borða
 það er tómt mál að tala um það
 
 það þýðir ekkert að, það er tilgangslaust að tala um þetta
 það er vitað mál að <þau geta aldrei orðið sammála>
 
 það er þekkt að þau geta aldrei orðið sammála
 það fer ekki á milli mála að <við höfum verið blekkt>
 
 það er alveg ljóst að, það er enginn vafi á því að við höfum verið blekkt
 það gegnir öðru máli
 
 það er um annað að ræða
 það kemur ekki til mála að <leyfa þetta>
 
 það er útilokað, það kemur ekki til greina að leyfa þetta
 þetta er ekkert / lítið mál
 
 þetta er engin / lítil fyrirhöfn
 þetta er útrætt mál
 
 málið er úr sögunni
 þetta er <alvarlegt> mál
 
 ástandið er alvarlegt
 þetta skiptir <öllu> máli
 
 þetta er gríðarlega mikilvægt
 þetta skiptir <engu> máli
 
 þetta er ekkert mikilvægt
 <taka ákvörðun> að (vel) athuguðu máli
 
 ákveða sig eftir mikla athugun og skoðun
 <þetta er þannig> eðli málsins samkvæmt
 
 þetta er vegna þess hvernig málið er vaxið
 <hér> er eitthvað málum blandið
 
 hér er eitthvað ekki eins og það á að vera
 <honum> er málið skylt
 
 málið varðar hann, stendur honum nærri
 <honum> er <þetta> hjartans mál
 
 honum finnst það mjög mikilvægt
 <afstaða hans> skiptir máli
 
 skoðun hans hefur vægi, vegur þungt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík