Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

matur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 fæða sem neytt er
 bjóða <gestum> í mat
 búa til mat
 það er <brauð> í matinn
 2
 
 matmálstími, matarhlé
 fara í mat
 
 taka sér matarhlé, einkum frá vinnu
 vera í mat
 
 vera burtu í matarhléi frá vinnu
  
orðasambönd:
 eiga ekki málungi matar
 
 eiga engan mat
 gera sér mat úr <fréttinni>
 
 nýta sér fréttina
 það er matur í <þessu>
 
 það eru möguleikar í þessu
 <hann> er dauðans matur
 
 hans bíður ekkert annað en dauðinn
 <honum> verður matur úr <þessu>
 
 hann getur hagnýtt sér þetta
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík