Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

marka so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 gera merki (á e-ð)
 dæmi: atburðirnir mörkuðu mikilvægt spor í sögu þjóðarinnar
 það markar fyrir <rústunum>
 
 það er merki um rústir (þarna)
 2
 
 setja fjármark (á kind eða lamb)
 dæmi: bóndinn markar allt sitt sauðfé
 3
 
 móta (e-ð), mynda (e-ð)
 dæmi: stofnunin virðist ekki geta markað neina stefnu
 dæmi: fyrirtækið reynir að marka sér pláss á markaðinum
 4
 
 það er <ekkert> að marka <þetta>
 
 þetta er ekki trúverðugt
 dæmi: það er ekki að marka neitt sem hann segir
 5
 
 tölvur, málfræði
 greina og merkja einingar í texta á kerfisbundinn hátt, eins og bókstafi, orð, setningar, sérnöfn o.s.frv.
 markast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík