Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

mark no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 einkenni, merki
 dæmi: hans mark er greinilegt á textanum
 <veðrið> setur mark sitt á <hátíðina>
 
 dæmi: rekstrarvandi hefur sett mark sitt á afkomu hjúkrunarheimilanna
 2
 
 markmið
 hvika ekki frá settu marki
 stefna að <ákveðnu> marki
 
 dæmi: við stefnum að því marki að tvöfalda framleiðsluna
 3
 
 net sem andstæðingar reyna að koma boltanum í; áfangastaður hlaupara
 [mynd]
 4
 
 það að hafa komið bolta í íþróttamark
 dæma mark
 
 dæmi: línuvörðurinn dæmdi mark
 skora mark
 
 dæmi: ég skoraði mark í fyrri hálfleik
 5
 
 skífa til að skjóta í mark á
 [mynd]
 skjóta á mark/markið
 6
 
 fjármark
 7
 
 mynteining, heiti gjaldmiðils sem var áður notaður m.a. í Þýskalandi
 dæmi: þýsk mörk
  
orðasambönd:
 leggja <mikið> af mörkum
 
 leggja fram mikla vinnu
 dæmi: nemendur hafa lagt sitt af mörkum til að skreyta skólann
 setja markið hátt
 
 ætla sér mikið
 skjóta yfir markið
 
 fara of geyst t.d. í málflutningi
 taka mark á <orðum hans>
 
 taka mið af orðum hans, horfa til þeirra
 <það hefur kólnað> að marki
 
 það hefur kólnað talsvert
 <þessi yfirlýsing> er til marks um <ástandið>
 
 yfirlýsingin er vísbending um ástandið
 <þessi athugasemd> hittir í mark
 
 athugasemdin kemur á þann stað sem henni er ætlað að hæfa
 <tilraunin> missir marks
 
 tilraunin heppnast ekki
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík