Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 maður no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 fullorðinn manneskja
 dæmi: þróun mannsins
 dæmi: tíu manns eru látnir eftir skotárás
 2
 
 karlmaður
 dæmi: hún sá mann ganga yfir götuna
 3
 
 eiginmaður
 dæmi: maðurinn hennar er læknir
  
orðasambönd:
 ekki nokkur lifandi maður <trúir þessu>
 
 enginn trúir þessu
 hafa <góðan> mann að geyma
 
 vera góður maður
 hverra manna er <hún>?
 
 hvaðan er hún ættuð, hverjir eru foreldrar hennar?
 dæmi: hverra manna er kærasta sonar þíns?
 koma <drengnum> til manns
 
 gera úr honum nýtan þjóðfélagsþegn
 komast til manns
 
 verða nýtur þjóðfélagsþegn
 dæmi: þrátt fyrir erfiða æsku komust systkinin öll til manns
 komast undir manna hendur
 
 vera tekinn til fanga
 maður lifandi
 
 svei mér þá, ja hérna
 vera allur annar maður
 
 vera mikið breyttur til hins betra
 vera andans maður
 
 eiga sér fræðileg áhugamál, t.d. heimspeki og bókmenntir
 dæmi: rithöfundurinn var einhver mesti andans maður síðustu aldar
 vera blíður á manninn
 
 vera blíðlegur í viðmóti
 vera breyttur maður
 
 vera breyttur
 vera eins og hugur manns
 
 vera mjög þægilegur
 dæmi: bíllinn er eins og hugur manns eftir að hann kom af verkstæðinu
 vera (ekki) maður til að <stjórna fyrirtækinu>
 
 hafa (ekki) þá eiginleika sem þarf til að stjórna fyrirtækinu
 vera ekki mönnum sinnandi
 
 vera viti sínu fjær (af áhyggjum, spennu)
 vera gull af manni
 
 vera mikið góðmenni
 vera lítill fyrir mann að sjá
 
 vera smávaxinn (karlmaður)
 vera maður að meiri
 
 vera meiri og göfugri maður, hafa vaxið í áliti
 vera/þykjast maður með mönnum
 
 vera montinn af sjálfum sér
 vera/þykjast mikill maður
 
 vera drýldinn, yfirlætisfullur
 vera nýr maður
 
 vera mikið breyttur til hins betra
 verða að manni
 
 verða nýtur þjóðfélagsþegn
 það gengur maður undir manns hönd
 
 allir hjálpast að (við e-ð)
 það var eins og við manninn mælt
 
 þá brá svo við, eins og hendi væri veifað, þá gerðist einmitt það
 dæmi: það var eins og við manninn mælt að þá fór að hellirigna
 <aka> eins og vitlaus maður
 
 aka gáleysislega, ákaft, glannalega
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Oft er eignarfall eintölu af orðinu <i>maður</i> (þ.e. <i>manns</i>) notað á eftir töluorðum. Tala sagnarinnar, sem á eftir kemur, ræðst af töluorðinu en ekki af <i>manns</i>. <i>Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Tuttugu þúsund manns hafa séð sýninguna. Tuttugu og eitt þúsund manns hefur séð sýninguna.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík