Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

aftur ao
 
framburður
 1
 
 um endurtekningu á hreyfingu og stefnu, á ný
 dæmi: ég ætla að fara núna en koma aftur á morgun
 dæmi: bókin var svo góð að ég ætla að lesa hana aftur
 aftur og aftur
 
 dæmi: barnið fór aftur og aftur í rennibrautina
 aftur á bak
 
 dæmi: hann datt af stólnum og féll aftur á bak
 enn og aftur
 
 dæmi: þá eru fastagestirnir enn og aftur mættir
 <ganga> fram og aftur
 
 dæmi: börnin hlupu fram og aftur á túninu
 dæmi: við ræddum vandamálið fram og aftur en komumst ekki að neinni niðurstöðu
 líta aftur
 
 dæmi: hann hélt áfram og leit ekki aftur
 2
 
 þ.e. þannig að lokað sé
 dæmi: hurðin er aftur
 láta aftur
 
 dæmi: mundu eftir að láta gluggann aftur þegar þú ferð
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík