Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lög no hk ft
 
framburður
 beyging
 formleg, skrifleg fyrirmæli og reglur löggjafans
 brjóta lög/lögin
 fara að lögum
 frumvarp til laga
 halda uppi lögum og reglu
 lögin taka gildi
 setja lög
 <tilkynna á öll sjúkdómstilfelli> lögum samkvæmt/samkvæmt lögum
  
orðasambönd:
 hafa lög að mæla
 
 hafa rétt fyrir sér
 koma lögum yfir <lánastarfsemina>
 
 setja lög sem ná yfir ...
 ráða lögum og lofum (í landinu)
 
 ráða öllu í landinu
 segja sig úr lögum við <hópinn>
 
 yfirgefa, vilja ekki lengur tilheyra hópnum
 taka lögin í sínar hendur
 
 grípa sjálfur til aðgerða
 <taka manninn af lífi> án dóms og laga
 
 taka manninn af lífi án þess að kveðinn hafi verið upp dómur
 <gestgjafinn hélt ræðu> eins og lög gera ráð fyrir
 
 gestgjafinn hélt ræðu eins og hefð er fyrir
 <forðast uppsagnir> í lengstu lög
 
 komast hjá uppsögnum eins lengi og mögulegt er
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Nafnorðið <i>lög</i> er fleirtöluorð í hvorugkyni. Ein, tvenn, þrenn, fern lög. <i>Ný lög hafa verið samþykkt á Alþingi.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík