Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lægja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-ð) rólegra, draga úr (e-u)
 dæmi: ég reyndi að lægja æsing hennar
 lægja rostann í <honum>
 
 minnka í honum hrokann, láta hann hafa það
 2
 
 frumlag: þolfall
 verða hægari (vindur, sjór)
 dæmi: storminn lægði með kvöldinu
 það lægir
 
 dæmi: við lögðum af stað þegar það fór að lægja
 öldur(nar) lægir
 
 æsingur og ákafi minnkar
 dæmi: hann ætlar að skrifa blaðagrein þegar öldur fer að lægja
  
orðasambönd:
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík