Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lýsa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 varpa birtu (á e-ð)
 dæmi: tunglið lýsti þeim í myrkrinu
 dæmi: ég lýsti með vasaljósi inn í geymsluna
 það lýsir af degi
 2
 
 greina frá (e-u) í smáatriðum
 dæmi: bókin lýsir lífinu í klaustri
 dæmi: hann gat lýst klæðnaði ræningjans
 dæmi: ég lýsti fyrir henni leiðinni að torginu
 3
 
 bera vott um (e-ð)
 dæmi: framkoma hans lýsir miklu hugrekki
 dæmi: svipur hennar lýsti lítilli hrifningu
 4
 
 lýsa sér
 
 hafa viss einkenni
 dæmi: veikindin lýsa sér með miklum hósta
 dæmi: bilun bílsins lýsir sér á einkennilegan hátt
 5
 
 tjá (e-ð) formlega
 dæmi: þau hafa lýst vantrausti á ríkisstjórnina
 dæmi: skæruliðasamtök lýstu morðinu á hendur sér
 6
 
 lýsa + eftir
 
 auglýsa eftir (e-m)
 dæmi: lögreglan lýsir eftir sextán ára stúlku
 7
 
 lýsa + með
 
 gamalt
 tilkynna trúlofun (e-a)
 8
 
 lýsa + upp
 
 fallstjórn: þolfall
 varpa birtu (á e-ð)
 dæmi: hún lýsir upp stofuna með gólflömpum
 dæmi: morgunsólin lýsti upp eldhúsið
 dæmi: flugeldar lýstu upp himininn
 9
 
 lýsa + yfir
 
 fallstjórn: þágufall
 koma með yfirlýsingu, tilkynna (e-ð)
 dæmi: hann lýsti því yfir að hann væri hættur að reykja
 lýsast
 lýstur
 lýsandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík