Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lyfta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 hefja (e-ð) á loft
 dæmi: lögreglumaðurinn lyfti hægri hendinni
 dæmi: hún lyfti lokinu af kassanum
 lyfta glasi
 
 hefja glas á loft til að skála
 dæmi: allir viðstaddir lyftu glösum
 2
 
 lyfta sér
 
 (um brauðdeig) þrútna fyrir áhrif gers, hefast
 dæmi: deigið þarf að lyfta sér í klukkutíma
 3
 
 lyfta sér upp
 
 fá sér tilbreytingu eða skemmtun, skemmta sér
 dæmi: þau fóru í ferðalag til að lyfta sér upp
 lyftast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík