Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

losna so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 verða laust
 dæmi: hundurinn losnaði úr bandinu
 dæmi: skrúfan í stólnum losnaði
 2
 
 verða laust, tómt
 dæmi: íbúðin losnar um næstu mánaðamót
 dæmi: það losnaði óvænt herbergi á hótelinu
 3
 
 verða frjáls
 dæmi: ég losna ekki úr vinnunni fyrr en klukkan 6
 dæmi: hún losnaði undan mörgum skyldum
 4
 
 losna + við
 
 verða laus undan (e-u/e-m)
 dæmi: hún losnaði við höfuðverkinn sem hafði þjáð hana lengi
 dæmi: þau losna ekki við yfirmanninn næstu fimm árin
 dæmi: hann losnaði við að þurfa að ryksuga
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík