Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

losa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 gera (e-ð) laust
 dæmi: það þarf að losa allar skrúfurnar
 dæmi: hún gat ekki losað bílinn úr skaflinum
 dæmi: skipverjarnir losuðu bátana
 dæmi: hann losaði beltið eftir máltíðina
 2
 
 gera (húsnæði) tómt, tæma herbergi eða hús
 dæmi: ég þarf að losa hótelherbergið fyrir kl. 12
 3
 
 fjarlægja (e-ð), hella (e-u)
 dæmi: hann losaði sandinn af vörubílnum
 dæmi: hún losaði úr fötunni í vaskinn
 4
 
 <aflinn> losar <20 tonn>
 
 aflinn er rúmlega 20 tonn
 5
 
 losa + um
 
 losa um <viðskiptahöft>
 
 gera þau lausari, frjálsari
 dæmi: það á að losa um hömlur á gjaldeyrisviðskiptum
 6
 
 losa + úr
 
 losa <hana> úr <hlekkjunum>
 
 leysa, frelsa hana úr þeim
 dæmi: hún losaði fangann úr prísundinni
 7
 
 losa + við
 
 losa <hana> við <verkinn>
 
 gera hana lausa undan verknum, frelsa hana undan verknum
 dæmi: á ég að losa þig við pokana sem þú heldur á?
 losa sig við <garðaúrgang>
 
 henda e-u
 dæmi: hún ætlar að losa sig við gömlu húsgögnin
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík