Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

loft no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 andrúm, andrúmsloft
 dæmi: hann blés lofti í blöðruna
 fá sér frískt loft
 2
 
 himinn, stefnan í átt að himni
 sólin er <hátt> á lofti
 <svífa> í loftinu
 <regnhlífin> tekst á loft
 <kasta boltanum> upp í loftið
 <horfa> út í loftið
 3
 
 þak að innanverðu
 dæmi: ljósakrónan hangir úr loftinu
 það er hátt til lofts <í húsinu>
 það er lágt til lofts <í hellinum>
 4
 
 efri hæðin í húsi
 <hann hljóp> upp á loft
 <við búum> uppi á lofti
 <það er draugagangur> á loftinu
  
orðasambönd:
 grípa andann á lofti
 
 taka andköf, anda snögglega inn
 loft(ið) er lævi blandið
 
 það er spenna í loftinu
 vera ekki hár í loftinu
 
 vera lítill, lágvaxinn
 vera í lausu lofti
 
 hafa enga festu
 vera mikill á lofti
 
 vera góður með sig og láta á sér bera
 það er/fer allt upp í loft
 
 það verður æsingur, hamagangur
 það eru blikur á lofti
 
 horfurnar eru varhugaverðar
 það er loft í <honum>
 
 hann er montinn
 það liggur í loftinu að <starfsfólkinu verði sagt upp>
 
 allt bendir til þess að..., það má búast við því að ...
 þetta er úr lausu lofti gripið
 
 þetta er óstaðfest, ósönnuð staðhæfing
 þetta er út í loftið
 
 þetta er óstaðfest, ósönnuð staðhæfing, vitleysa
 <nýja vefsíðan> er komin í loftið
 
 vefsíðan hefur verið opnuð
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík