Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lítill lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 ekki mikill á hæð eða breidd
 dæmi: lítil börn
 dæmi: lítill bátur
 dæmi: lítið hús
 dæmi: bók í litlu broti
 2
 
 ekki mikill að umfangi
 dæmi: hún rekur lítið fyrirtæki
 dæmi: þau eiga litla peninga
 dæmi: við erum lítil þjóð
 3
 
 sem hefur takmarkað gildi, takmarkaður
 dæmi: hann hefur litla ánægju af lestri
 dæmi: fundurinn hafði lítið gildi fyrir félagið
 dæmi: nýja kaffivélin kemur að litlum notum
 4
 
  
 vera lítill í sér
 
 vera kjarklaus, huglaus
 vera lítill <kennari>
 
 hafa litla hæfileika sem kennari
 5
 
 dálítill, svolítill
 dæmi: hún beið litla stund í símanum
 dæmi: litlu síðar hætti að rigna
 lítið
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík