Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

líta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fara að horfa á (e-ð), setja augun á (e-ð)
 dæmi: hann leit á klukkuna
 dæmi: hún lítur í spegilinn
 dæmi: ég leit í kringum mig en sá hana ekki
 dæmi: hún leit til hans sem snöggvast
 dæmi: hann leit upp þegar ég kom inn
 dæmi: þeir litu um öxl þegar hún hrópaði
 hafa aldrei augum litið <fallegri konu>
 <hér> gefur/getur að líta <mörg listaverk>
 
 hér má sjá mörg listaverk
 dæmi: í höfninni gat að líta fjöldann allan af bátum
 <mér> verður litið <þangað>
 
 ég horfi þangað af tilviljun
 dæmi: henni varð litið í áttina að dyrunum
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 meta (e-ð), álíta (e-ð)
 fljótt á litið
 
 dæmi: fljótt á litið virðist þetta vera sama teikningin
 geta ekki litið <hana> réttu auga
 
 hafa slæma reynslu og fordóma gagnvart henni
 líta svo á
 
 dæmi: ég lít svo á að verkefninu sé lokið
 líta stórt á sig
 
 vera sjálfsánægður
 líta <málið> alvarlegum augum
 
 dæmi: óleyfilegar fjarvistir eru litnar alvarlegum augum
 líta <hana> hornauga
 
 vera illa við hana eða nærveru hennar
 dæmi: óvígð sambúð er litin hornauga í sumum löndum
 3
 
 líta + af
 
 oftast með neitun
 líta af <barninu>
 
 flytja athyglina frá barninu, sjá það ekki um stund
 dæmi: ég get ekki litið af eldavélinni meðan sósan sýður
 4
 
 líta + á
 
 líta á <tækið>
 
 athuga tækið
 dæmi: viðgerðarmaður kom og leit á þvottavélina
 dæmi: læknirinn ætlar að líta á sjúklinginn
 5
 
 líta + eftir
 
 líta eftir <barninu>
 
 hafa eftirlit með barninu, fylgjast með því
 dæmi: hann lítur reglulega eftir smiðunum sem vinna í húsinu
 6
 
 líta + fram hjá
 
 líta fram hjá <þessari staðreynd>
 
 taka ekki mið af þessari staðreynd, taka hana ekki með í reikninginn
 7
 
 líta + inn
 
 líta inn <þar>
 
 koma þangað í heimsókn, koma við þar
 dæmi: við litum inn til hans um helgina
 8
 
 líta + í
 
 líta í <bók>
 
 lesa aðeins í bók
 dæmi: gestir geta litið í blöðin á kaffihúsinu
 9
 
 líta + niður
 
 líta niður á <hana>
 
 vera yfir hana hafinn, fyrirlíta hana
 dæmi: hún lítur niður á fólk af öðrum hörundslit
 10
 
 líta + til
 
 a
 
 líta til <hennar>
 
 líta inn hjá henni, heimsækja hana
 dæmi: ég leit til þeirra á leiðinni heim
 b
 
 líta til <afkomu fyrirtækisins>
 
 taka tillit til afkomu fyrirtækisins
 dæmi: í dómnum var litið til ungs aldurs geranda brotamanns
 11
 
 líta + undan
 
 líta undan
 
 horfa annað, horfa frá (e-u)
 dæmi: drengurinn leit undan þegar kennarinn skammaði hann
 12
 
 líta + upp
 
 líta upp til <hans>
 
 bera virðingu fyrir honum
 dæmi: hann lítur upp til lögfræðingastéttarinnar
 líta (ekki) upp úr <bókunum>
 
 hugsa (ekki) um e-ð annað en bækurnar
 13
 
 líta + út
 
 líta <vel> út
 
 hafa gott útlit
 dæmi: leikkonan lítur alltaf ótrúlega vel út
 dæmi: hann lítur betur út eftir að hann fékk lyfið
 dæmi: bíllinn leit illa út eftir áreksturinn
 líta út fyrir að vera <vel efnaður>
 
 virðast vera vel efnaður
 það lítur <illa> út með <heyskapinn>
 
 horfurnar eru ekki góðar með hann
 14
 
 líta + við
 
 líta ekki við <matnum>
 
 vilja ekki matinn, snerta hann ekki, hafa ekki áhuga á honum
 dæmi: hún lítur ekki við bókunum sem hún fékk í afmælisgjöf
 líta við <þar>
 
 koma við þar
 dæmi: ég leit við á bókasafninu á leiðinni hingað
 15
 
 líta + yfir
 
 líta yfir <textann>
 
 lesa textann lauslega
 líta yfir farinn veg
 
 velta fyrir sér hinu liðna
 dæmi: þegar ég lít yfir farinn veg sé ég að ég valdi rétt
 lítast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík