Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lína no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 beint og langt strik
 dæmi: nemandinn skrifaði í aðra hverja línu
 2
 
 lárétt letureining í texta
 dæmi: hver nemandi las nokkrar línur úr textanum
 3
 
 strengt band, taug
 dæmi: hann strengdi línu meðfram blómabeðinu
 4
 
 veiðarfæri
 dæmi: sjómennirnir veiddu á línu
 5
 
 stefna í stjórnmálum
 dæmi: hann var ekki á sömu línu og formaður flokksins
  
orðasambönd:
 leggja línurnar/línuna
 
 ákveða stefnuna
 lesa <þetta> á milli línanna
 
 skilja það sem ekki er sagt beinum orðum
 passa upp á línurnar
 
 halda sér grönnum
 þetta eru hreinar línur
 
 það er alveg klárt, fer ekki á milli mála
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík