Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

létta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-ð) léttara, minnka þunga (e-s)
 dæmi: ég get ekki borið þennan kassa, er hægt að létta hann?
 létta af <honum> <áhyggjunum>
 
 fallstjórn: þágufall
 dæmi: forstjórinn vill létta skuldunum af fyrirtækinu
 létta sér lífið
 
 fallstjórn: þágufall
 gera sér e-ð til skemmtunar
 dæmi: þau létta sér lífið með því að fara í leikhús
 létta undir með <honum>
 
 gera hlutina auðveldari (fyrir e-n), hjálpa (e-m)
 dæmi: aðgerðirnar eiga að létta undir með efnalitlum fjölskyldum
 það léttir af <mér> <þungu fargi>
 
 dæmi: það létti af henni áhyggjunum að fá rétta sjúkdómsgreiningu
 2
 
 frumlag: þágufall
 finna til feginleika, verða feginn
 dæmi: mér létti stórlega við úrskurð læknisins
 3
 
 frumlag: þágufall
 (um skýjafar og þoku) aflétta, hverfa
 dæmi: þokunni létti og sólin braust fram
 það léttir til
 
 skýin hverfa, það birtir upp
 dæmi: mér sýnist vera að létta til
 4
 
 létta á sér
 
 gera þarfir sínar eða pissa
 5
 
 létta akkerum
 
 fallstjórn: þágufall
 draga upp akkerið
 dæmi: skipið létti akkerum og sigldi af stað
 léttast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík