Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leyti no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 í orðasamböndum sem tákna hátt, tillit
 að nokkru leyti
 að öðru leyti
 
 fyrir utan e-ð, að e-u undanskildu
 dæmi: kórinn var slakur en að öðru leyti voru tónleikarnir góðir
 að öllu leyti
 
 á allan hátt
 að því leyti / að því leytinu til
 
 á þann hátt
 dæmi: blómin eru lík að því leyti að bæði bera gul blóm
 <ég get samþykkt þetta> fyrir mitt leyti
 2
 
 í orðasamböndum sem tákna tíma
 <ég kom heim> um <svipað> leyti
 
 ... á líkum tíma, nokkurn vegin á sama tíma
 <hún hringdi> um <fimm>leytið
 
 ... í kringum klukkan fimm
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík